Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjármálakerfið þarf að byggja frá grunni
Laugardagur 11. október 2008 kl. 14:03

Fjármálakerfið þarf að byggja frá grunni



„Ef Bretar eru vinaþjóð okkar, hvernig eru þá óvinir okkar,“ spurði Kristján Möller, samgönguráðherra, í erindi sem hann flutti á aðalfundi SSS sem nú stendur yfir í Gerðaskóla.
Samgönguráðherra kom inn á þann vanda sem nú steðjar að þjóðinni og sagði að byggja yrði upp fjármálakerfi landsins alveg frá grunni og tryggja peningamarkaðssjóðina eins og kostur væri. Sveitarfélögin þyrftu að leggja áherslu á að varðveita grunnþjónustuna og sveitarstjórnarmenn að standa saman um það sem gera þyrfti, burtséð frá því hvort þeir tilheyrðu minni- eða meirihluta.

Kristján gat þess jafnframt í máli sínu að unnið væri að því að gera Lánasjóð sveitarfélaga undanskilinn lánshæfismati Seðlabanka til að hann ætti betri aðgang að lánsfé frá líffeyrissjóðum. Þannig yrði sveitarfélögum tryggður betri aðgangur að lánsfé. Kristján gat þess að „stýrivextir“ Lánasjóðs sveitarfélaga hefðu jafnframt verið lækkaðir sen vonandi gæfi gott fordæmi fyrir aðra sem hefðu með stýrivexti að gera.


VFmynd/elg: Kristján Möller, samgönguráðherra, á fundi SSS fyrr í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024