Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjármála- og efnahagsráðherra heimsótti Grindavík
Sigurður Ingi ásamt Gunnari Einarssyni, Guðnýju Sverrisdóttur, Hermanni Sæmundssyni og Fannari Jónassyni.
Mánudagur 19. ágúst 2024 kl. 13:34

Fjármála- og efnahagsráðherra heimsótti Grindavík

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, heimsótti Grindavík síðastliðinn miðvikudag. Í heimsókn sinni naut hann leiðsagnar Fannars Jónassonar bæjarstjóra og Guðnýjar Sverrisdóttur og Gunnars Einarssonar sem bæði eiga sæti í framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur sem í daglegu tali nefnist Grindavíkurnefndin. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Það er ekki laust við að maður fyllist sorg þegar ekið er inn í bæinn. Það er ákveðinn einmanaleiki sem hellist yfir mann þegar ekið er upp á varnargarðana og horfir yfir byggðina umkringda svörtu hrauninu, segir Sigurður Ingi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Á sama tíma fyllist maður trú á getu samfélagsins til að takast á við stórkostlegt afl náttúrunnar með hugvit og seiglu að vopni. Öllum sem hingað koma er ljóst að í Grindavík hefur verið unnið stórvirki. Það veitir einnig mikinn innblástur að ræða við atvinnurekendur í Grindavík sem standa með samfélaginu sínu alla leið. Ég ætla ekki að þykjast skilja til fulls hvernig þeim líður sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín og fá ekki að snúa aftur, að minnsta kosti um sinn. En ég get þó sagt að ríkisstjórnin mun áfram gera allt sem í hennar valdi stendur til að Grindavík verði aftur það öfluga bæjarfélag sem það var fyrir eldsumbrotin.“ segir fjármála- og efnahagsráðherra.