Fjárlögin kynnt í Reykjanesbæ
Árni M. Mathiesen, fjárlmálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2008 á fundi í bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ í dag.
Árni, sem er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, hefur haft það fyrir sið að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið til að kynna frumvarpið, og var t.a.m. kynnt á Selfossi í fyrra.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku ráðherra tali og er viðtal við hann væntanlegt á VefTV Víkurfrétta síðar í dag.
Árni, sem er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, hefur haft það fyrir sið að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið til að kynna frumvarpið, og var t.a.m. kynnt á Selfossi í fyrra.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku ráðherra tali og er viðtal við hann væntanlegt á VefTV Víkurfrétta síðar í dag.