Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárlögin: HSS fær hátt í 70 m.kr. lægra fjárframlag
Fimmtudagur 8. október 2009 kl. 10:09

Fjárlögin: HSS fær hátt í 70 m.kr. lægra fjárframlag


Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði 1.668,5 m.kr. á næsta ári samvæmt frumvarpi til fjárlaga sem nú er fyrir Alþingi. Jafngildir það um 68,5 m.kr. lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs.

Lækkun framlagsins skýrist í fyrsta lagi af 101,5 m.kr. lækkun í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar um samdrátt í ríkisútgjöldum. Í öðru lagi lækka leigugjöld til Fasteigna
ríkissjóðs um 9,3 m.kr. vegna tímabundins afsláttar af húsaleigu. Í þriðja lagi lækkar framlagið um 1,4 m.kr. vegna hærri komugjalda sem ákveðin voru í fjárlögum ársins
2009. Þá eru 43 m.kr. færðar af lið 500 Heilsugæslustöðvar, almennt til að efla heimahjúkrun við aldraða á svæðinu. Aðrar breytingar umfram launa- og verðlagsbætur og hækkun tryggingagjalds sky´rast af flutningi framlags innan ramma til að mæta kostnaði við sáravarnabúnað, að því er fram kemur í frumvarpinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024