Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárlaganefnd sýni íbúum Suðurnesja sanngirni
Mánudagur 27. desember 2021 kl. 13:53

Fjárlaganefnd sýni íbúum Suðurnesja sanngirni

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur sent þingmönnum Suðurkjördæmis bréf þar sem hann hvetur alþingismenn í kjördæminu til að fylkja liði og hvetja fjárlaganefnd til þess að sýna sanngirni við íbúa á Suðurnesjum og efna gefin loforð við gerð fjárlaga 2022.

Bréf Friðjóns er hér að neðan.


Kæru þingmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þann 19. júní 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu.

Í framhaldi af undirbúningsvinnu ráðuneytisins skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í ágúst 2019, starfshóp til að vinna að framgangi verkefnisins. Starfshópurinn ályktaði m.a.
„Lagt er til að viðkomandi fagráðuneyti skoði og meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum við fjárlagagerð 2021 og vinnslu fjármálaáætlunar yfirstandandi árs. Þannig verði strax hægt að greina úrbótatækifæri af hálfu ríkisvaldsins m.a. í formi hærri fjárveitinga sem taki mið af íbúavexti og umfram allt hlutlægu mati á þjónustuþörf“.

ÞVÍ MIÐUR ER EKKI HÆGT AÐ SJÁ AÐ FJÁRLÖG 2022 TAKI TILLIT TIL TILLAGNA STAFSHÓPSINS.

Nú hvet ég alþingismenn í okkar kjördæmi að fylkja liði og hvetja fjárlaganefnd til þess að sýna sanngirni við íbúa á Suðurnesjum og efna gefin loforðvið gerð fjárlaga 2022.

Reykjanesbær 27.12. 2021

Með jólakveðju,

Friðjón Einarsson,
formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.