Fjarlægja þurfti bifreið af Reykjanesbraut
Lögreglan í Keflavík fjarlægði í gærkveldi eina fólksbifreið sem skilin hafði verið eftir í vegkantinum á Reykjanesbrautinni inn við Kúagerði að beiðni Vegagerðarinnar. Töluverður skafrenningur og éljagangur var á svæðinu.
Lögreglan náði ekki í umráðamann bifreiðarinnar og var því farin sú leið að fjarlægja bifreiðina með dráttarbíl.
Lögreglan í Keflavík skorar á eigendur og eða umráðamenn ökutækja, sem taka upp á því að bila á þjóðvegum, að sjá til þess að ökutækin séu færð á örugga staði þar sem ekki stafi hætta eða óþægindi af þeim. Á þetta sérstaklega við á þessum árstíma þegar veður eru válynd og skammdegið allsráðandi.
Lögreglan náði ekki í umráðamann bifreiðarinnar og var því farin sú leið að fjarlægja bifreiðina með dráttarbíl.
Lögreglan í Keflavík skorar á eigendur og eða umráðamenn ökutækja, sem taka upp á því að bila á þjóðvegum, að sjá til þess að ökutækin séu færð á örugga staði þar sem ekki stafi hætta eða óþægindi af þeim. Á þetta sérstaklega við á þessum árstíma þegar veður eru válynd og skammdegið allsráðandi.