Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjarlægja spilliefni úr Rússatogara í Njarðvík
Togarinn Orlik við bryggju í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Miðvikudagur 2. september 2015 kl. 09:30

Fjarlægja spilliefni úr Rússatogara í Njarðvík

– verður í framhaldinu rifinn í brotajárn í Helguvík

Hringrás hf. hefur óskað eftir heimild hafnaryfirvalda til þess að athafna sig á hafnarsvæðinu í Njarðvík við tæmingu spilliefna úr togaranum Orlik. Togarinn liggur við hafnarkant í Njarðvíkurhöfn og hefur verið þar síðustu mánuði. Spilliefnin um borð eru m.a. asbest, sem er krabbameinsvaldur.

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt beiðnina með þeim skilyrðum að framkvæmdin trufli ekki starfsemi hafnarinnar og uppfylli þau opinberu leyfisskilyrði sem henni fylgja.

Þegar spilliefni hafa verið tekin úr togaranum verður hann dreginn til Helguvíkur þar sem hann verður rifinn í brotajárn. Áður hafa skip eins og flutningaskipið Fernanda og gamla varðskipið Þór verið rifin í brotajárn í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024