Fjarlægja jólatré frá heimahúsum í Sandgerði
Starfsmenn áhaldahúss Sandgerðisbæjar munu fara um Sandgerði í dag, mánudaginn 13. janúar, og fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk í bænum.
Íbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og ganga vel frá trjám á aðgengilegum stöðum við lóðamörk.
Athygli er vakin á því að starfsmenn áhaldahúss fjarlægja ekki skoteldarusl og eru íbúar hvattir til að fjarlægja sjálfir slíkar leifar sem fyrst.