Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárhagsstaða Sandgerðisbæjar er sterk
Laugardagur 4. september 2010 kl. 12:51

Fjárhagsstaða Sandgerðisbæjar er sterk

Vegna umjöllunar í fjölmiðlun undanfarna daga um slæma skuldastöðu sveitarfélaga, þar á meðal Sandgerðisbæjar, vilja forsvarsmenn Sandgerðisbæjar koma eftirfarandi á framfæri:

„Fjárhagsstaða Sandgerðisbæjar er sterk. Handbært fé sveitarfélagsins er ríflega 1,6 milljarður króna. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru umtalsverðar og að bæjarsjóður hefur verið rekinn með halla undanfarin ár. Það er eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar að taka á þessari stöðu. Meðal þess sem verið er að skoða eru niðurgreiðslur lána og aukið hagræði í rekstri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðisbæ hefur borist erindi frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna skuldastöðu bæjarins og verður það erindi tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.“


Undir þetta skrifar Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði.