Fjárhagsaðstoð hækkar um tæp 63% milli ára
Fjárhagsaðstoð til einstaklinga í Reykjanesbæ jókst umtalsvert frá árinu 2000 til 2001 eða um 62,58%.Fjárhagsaðstoð til einstaklinga var kr. 16,8 milljónir kr. árið 2000 en hækkaði í 27,3 milljónir kr. árið 2001.
Fara þarf aftur til ársins 1997 til þess að sjá hærri tölur en þá nam fjárhagsaðstoð til einstaklinga kr. 31,9 milljónum króna.
Að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, á vef bæjarins, er sláandi að sjá mismuninn á milli áranna og telur hún hann sýna hversu fljótar þrengingar í þjóðfélaginu eru að segja til sín hjá þeim sem minnst hafa milli handanna.
Fara þarf aftur til ársins 1997 til þess að sjá hærri tölur en þá nam fjárhagsaðstoð til einstaklinga kr. 31,9 milljónum króna.
Að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, á vef bæjarins, er sláandi að sjá mismuninn á milli áranna og telur hún hann sýna hversu fljótar þrengingar í þjóðfélaginu eru að segja til sín hjá þeim sem minnst hafa milli handanna.