Fjárhagsaðstoð eykst hjá Reykjanesbæ
Miðað við óbreytt ástand er gert ráð fyrir því að fjárhagsaðstoð Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar á árinu verði kr. 41.690.000 eða 14.834.000 hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.Fjárhagsaðstoð er veitt skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur sett um fjárhagsaðstoð í sveitarfélaginu. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum.
Útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækkuðu um 21%. á milli áranna 2001 og 2002 en á síðasta ári fengu 299 einstaklingar fjárhagsaðstoð.
Þegar sá hópur sem fékk aðstoð árið 2002 er skoðaður nánar kemur í ljós að fjölmennasti hópurinn sem fékk framfærslu árið 2002 voru einhleypir karlmenn eða í 23% tilfella. Þá kemur í ljós að menntunarstaða þeirra einstaklinga sem sækja um framfærslu er mjög slök en af þeim 299 einstaklingum sem sóttu um aðstoð voru einungis 6% með framhaldsmenntun eftir grunnskóla. Þegar aldursdreifing hópsins er skoðuð kemur í ljós að fólk á aldrinum 16-24 ára er fjölmennasti hópurinn er fékk framfærslu á árinu.
Atvinnuástand í Reykjanesbæ var ekki gott árið 2002. Af þeim sökum var erfitt var fyrir umræddann aldurshóp að fá vinnu þar sem atvinnuleysi fór vaxandi og menntunarstaða hópsins í heild var mjög slök.
Heildarútgjöld Reykjanesbæjar til fjárhagsaðstoðar 2002 var kr. 29.285.000.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækkuðu um 21%. á milli áranna 2001 og 2002 en á síðasta ári fengu 299 einstaklingar fjárhagsaðstoð.
Þegar sá hópur sem fékk aðstoð árið 2002 er skoðaður nánar kemur í ljós að fjölmennasti hópurinn sem fékk framfærslu árið 2002 voru einhleypir karlmenn eða í 23% tilfella. Þá kemur í ljós að menntunarstaða þeirra einstaklinga sem sækja um framfærslu er mjög slök en af þeim 299 einstaklingum sem sóttu um aðstoð voru einungis 6% með framhaldsmenntun eftir grunnskóla. Þegar aldursdreifing hópsins er skoðuð kemur í ljós að fólk á aldrinum 16-24 ára er fjölmennasti hópurinn er fékk framfærslu á árinu.
Atvinnuástand í Reykjanesbæ var ekki gott árið 2002. Af þeim sökum var erfitt var fyrir umræddann aldurshóp að fá vinnu þar sem atvinnuleysi fór vaxandi og menntunarstaða hópsins í heild var mjög slök.
Heildarútgjöld Reykjanesbæjar til fjárhagsaðstoðar 2002 var kr. 29.285.000.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.