Fjárhagsáætlun Voga: 250 milljónir í fjárfestingar
Á meðal helstu fjárfestinga Sveitarfélagsins Voga í fjárhagsáætlun næsta árs eru 118, 5 milljónir króna í gatnagerð, 10 milljónum verður varið í gangtéttar og stíga, 6 milljónir fara í útivistar og leiksvæði, 112 milljónir króna í veitur og 5 milljónir í kaup á búnaði. Gert er ráð fyrir 250 milljónum samtals í fjárfestingar.
Tekjur eru áætlaðar ríflegar 555 milljónir króna, gjöld verða tæplega 590 milljónir og niðurstaða án fjármagnsliða tæpar 34 milljónir króna í mínus.
Gert er ráð fyrir framlagi frá Framfarasjóði til rekstursins að fjárhæð 80 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 86 milljónir, eða um 15,6% af tekjum.
Gert er ráð fyrir nýrri lántöku að fjárhæð 130 milljónir vegna fjárfestinga í gatnagerð.
Tekjur vegna gatnagerðargjalda eru áætlaðar 91 milljón króna.
Afborganir lána eru áætlaðar um 55 milljónir.
Lagt er til að gjaldskrá vegna þjónustu hækki almennt um 5% í samræmi við verðlagsbreytingar.
Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækki um 9% vegna hækkandi rekstrarkostnaðar Kölku og verðlagshækkana sorphirðu.
Gjaldskrá á tómstundasviði hækki um 25- 35%, m.a. vegna bættrar þjónustu í nýju húsnæði.
Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld verði óbreytt, en þeim var breytt í október síðastliðnum.
Niðurgreiðslur til dagmæðra hækki um 20%, en um síðustu áramót hækkuðu þær um 100%.
Gert er ráð fyrir að leikskólagjald verði óbreytt annað árið í röð.
Meirihlutinn leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 13,03%. Hinsvegar lækki álagningarhlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði úr 0,3% í 0,28% af fasteignamati og atvinnuhúsnæði úr 1,5% í 1,4%.
Fjárhagsætlunninni ásamt breytingartillögum minnihlutans í bæjarstjórn hefur verið vísað til seinni umræðu.
Tekjur eru áætlaðar ríflegar 555 milljónir króna, gjöld verða tæplega 590 milljónir og niðurstaða án fjármagnsliða tæpar 34 milljónir króna í mínus.
Gert er ráð fyrir framlagi frá Framfarasjóði til rekstursins að fjárhæð 80 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 86 milljónir, eða um 15,6% af tekjum.
Gert er ráð fyrir nýrri lántöku að fjárhæð 130 milljónir vegna fjárfestinga í gatnagerð.
Tekjur vegna gatnagerðargjalda eru áætlaðar 91 milljón króna.
Afborganir lána eru áætlaðar um 55 milljónir.
Lagt er til að gjaldskrá vegna þjónustu hækki almennt um 5% í samræmi við verðlagsbreytingar.
Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækki um 9% vegna hækkandi rekstrarkostnaðar Kölku og verðlagshækkana sorphirðu.
Gjaldskrá á tómstundasviði hækki um 25- 35%, m.a. vegna bættrar þjónustu í nýju húsnæði.
Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld verði óbreytt, en þeim var breytt í október síðastliðnum.
Niðurgreiðslur til dagmæðra hækki um 20%, en um síðustu áramót hækkuðu þær um 100%.
Gert er ráð fyrir að leikskólagjald verði óbreytt annað árið í röð.
Meirihlutinn leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 13,03%. Hinsvegar lækki álagningarhlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði úr 0,3% í 0,28% af fasteignamati og atvinnuhúsnæði úr 1,5% í 1,4%.
Fjárhagsætlunninni ásamt breytingartillögum minnihlutans í bæjarstjórn hefur verið vísað til seinni umræðu.