Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárhagsáætlun RNB 2008: Reiknað með 100 milljón króna rekstarafgangi
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 16:50

Fjárhagsáætlun RNB 2008: Reiknað með 100 milljón króna rekstarafgangi

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar, sem verður lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn nú síðdegis, gerir ráð fyrir 100 m.kr. rekstrarafgangi bæjarsjóðs og 133 m.kr. afgangi samstæðu.

Útsvarsprósenta fyrir árið 2008 verður 12.7%, óbreytt frá árinu 2007, sem er talsvert undir landsmeðaltali. Áætlað er að heildartekjur nemi tæpum 6.282 milljón kr. sem er 14% hækkun frá útkomuspá yfirstandandi árs.  Tekjur samstæðu eru áætlaðar rúmar 6.607 m.kr.

Á meðal verkefna sem ráðist verður í á næsta ári er bygging  nýs stjórnsýsluhúss á Fitjum. Þar verða einnig höfuðstöðvar Hitaveitu Suðurnesja. Áætlað er að taka það í notkun í nóvember 2009, samkvæmt því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hafin verður bygging Hljómahallarinnar sem er tenging félagsheimilsins Stapa, Poppminjasafns og  nýs Tónlistarskóla.
Þá verður haldið áfram uppbyggingu á knattspyrnuvallarsvæði Njarðvíkinga og æfingasvæði Keflavíkur vestan Reykjaneshallar. Hafin verður bygging á félagsaðstöðu Keflavíkur, búningsklefum og bættri umgjörð aðalsvæðis Keflavíkur og hafin verður bygging á fimleikahúsi vestan Reykjaneshallar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024