Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2006 – fyrri umræða á bæjarstjórnarstjórnarfundi: Aukinn rekstrarafgangur
Þriðjudagur 6. desember 2005 kl. 18:25

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2006 – fyrri umræða á bæjarstjórnarstjórnarfundi: Aukinn rekstrarafgangur

Árni Sigfússon, bæjarstjóri kynnti í dag fyrir blaðamönnum fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2006 en fyrri umræða verður á bæjarstjórnarfundi sem fer fram nú síðdegis.

Í kynningu bæjarstjórans kom fram að árangur hefur náðst fyrr en áætlað var í peningamálum, þ.e. að ná tekjum til baka. „Hjá okkur eru þessi skil að gerast miklu fyrr en dæmi eru um. t.d. hjá Hafnarfjarðarbæ og Kópavogi“.

Hér að neðan er fréttatilkyning meirihlutans sem lögð var fram í dag.
Við munum fjalla nánar um málið eftir bæjarstjórnarfund í kvöld og í Víkurfréttum á fimmtudag.

Fréttatilkynningin frá Reykjanesbæ:
Aukinn rekstrarafgangur

Afgangur af rekstri nemur 200 mkr. samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2006 sem tekið verður til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 6. desember.

Heildartekjur nema tæpum 4.5 milljörðum sem er 7% hækkun frá útkomuspá yfirstandandi árs. Tekjur samstæðu eru áætlaðar tæpir 4.9 milljarðar. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs er áætlaður 10,1 mkr sem er svipuð niðurstaða og útkomuspá yfirstandandi árs gerir ráð fyrir. Veltufé frá rekstri er áætlað 206 mkr. fyrir samstæðu og 129 mkr. fyrir bæjarsjóð. Þetta er umtalsvert betri niðurstaða en útkomuspá yfirstandandi árs gerir ráð fyrir. Langtímaskuldir bæjarsjóðs lækka um 346 mkr. og skuldir pr. íbúa lækka úr 432 mkr. í 419 mkr.

Fjölgun íbúa
Íbúafjöldi í Reykjanesbæ stóð nánast í stað á árunum 2001 til 2004 en nú er svo komið að íbúafjölgun í Reykjanesbæ er langt yfir landsmeðaltali. Áætlað er að íbúum fjölgi um 500 á næsta ári sem er álíka hlutfallshækkun og á yfirstandandi ári. Spár gera ráð fyrir að íbúar verði tólf þúsund snemma árs 2007. Áætlað er að 240 íbúðir bætist á álagningarskrá og að
fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækki um 15% á árinu.

Lægri álögur
Samkvæmt áætluninni verður hækkun fasteignamats á íbúðarhúsnæði mætt með samsvarandi lækkun álagningarprósentu. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignagjalda á íbúðir verði lækkuð úr 0,36% af fasteignamati í 0,31% til þess að mæta mikilli hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Þá er lagt til að afsláttur á fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega verði hækkaður um 20%.

Gert er ráð fyrir að veittur verði 25% afsláttur á lóðaleigu til þeirra sem greiða 2% af lóðamati. Þannig er dregið úr mismun sem verið hefur á milli þeirra sem greiða lóðarleigu sem hlutfall af fasteignamati lóðar og þeirra sem greiða samkvæmt hlutfalli af verkamannakaupi.

Útsvarshlutfall verður óbreytt 12,7% og engin hækkun verður á helstu gjaldskrárliðum s.s. fyrir leikskóla, frístundaskóla, skólamáltíðir og sund. Áfram verður frítt í strætó.
Gjald í tónlistarnám hækkar um 4% og 10% hækkun verður á ársgjaldi vegna sorphirðu og sorpeyðingar á Suðurnesjum.

Það að útsvarshlutfalli er haldið undir meðalútsvari og helstu gjaldskrárliðir óbreyttir frá fyrra ári er mikilvægt framlag til að styðja fjölskyldur í Reykjanesbæ en jafnframt er það viðleitni fimmta. stærsta sveitarfélags á Íslandi til stuðla að auknum stöðugleika í efnahagsmálum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024