Fjárhagsáætlun kynnt á íbúafundi
Meirihluti bæjarráðs Voga hefur lagt til að hluti höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga á árinu 2010 og til að greiða rekstrarhalla ársins 2010. Tillagan er með fyrirvara um niðurstöðu mats óháðs sérfræðings.
Bæjarráð samþykkti að halda íbúafund þann 15. desember kl. 20.00 þar sem fjárhagsáætlunin verður kynnt íbúum.