Fjárhagsáætlun Garðs samþykkt samhljóða
Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs þann 10. desember 2012 var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin..
Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs þann 10. desember 2012 var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2013-2016 samþykkt samhljóða.
Áætlunin felur í sér sterka fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins og er rekstrarafgangur A og B- hluta árið 2013 áætlaður samtals kr. 511.000. Skatttekjur aðalsjóðs, A-Hluta eru áætlaðar kr. 854.000.000 og heildartekjur A og B-Hluta eru áætlaðar kr. 935.100.000. Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 105.000.000, eða um 11% af tekjum.
Framkvæmdir og fjárfestingar eru áætlaðar alls kr. 166.050.000 og verður alfarið fjármagnað af eigin fé sveitarfélagsins og án lántöku. Vegur þar þyngst viðbygging við íþróttamiðstöð og er framkvæmdakostnaður áætlaður kr. 110.000.000.