Fjárhagsáætlun: Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks gagnrýnir vinnubrögð bæjaryfirvalda
„Ef ekki á að fara illa fyrir Reykjanesbæ þurfa bæjarfulltrúar að vera samstíga í að bæta stjórnun bæjarins. Það er ljóst að menn verða að grípa til harðra aðgerða sem ná þarf samstöðu um á meðal allra bæjarfulltrúa. Undirritaður er tilbúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bókun sem hann lagði fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gærkvöldi við seinni umræðu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar. Í bókuninni sem ber yfirskriftina „Alls ekki í lagi“ gagnrýnir Kjartan Már bæjaryfirvöld harðlega við áætlanagerð í tengslum við fjárhagsáætlun bæjarins.
Bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2004, lögð fram á bæjarstjórnarfundi þ. 16. des. 2004.
Bæjarsjóður rekinn með 75 milljón króna halla
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004 ber þess merki að meirihluti sjálfstæðismanna hefur ekki náð tökum á fjármálum bæjarins. Gert er ráð fyrir tapi bæjarsjóðs uppá rúmar 75 milljónir fyrir fjármagnsliði og miðað við fyrri reynslu má reikna með að útgjöld verði meiri en áætlunin gerir ráð fyrir og tapið enn meira. Undirritaður telur auk þess vinnubrögð meirihlutans við áætlunargerðina ábótavant. Þetta er alls ekki í lagi.
Farið of geyst í ár og rekstur fjármagnaður með sölu eigna
Niðurstaða rekstrar samstæðunnar, fyrir fjármagnsliði, sýnir að gert er ráð fyrir tapi uppá 127 milljónir. Það er jákvæð þróun miðað við þann 650 milljón króna halla, sem allt stefnir í að verði staðreynd á þessu ári, en hann verður fjármagnaður með sölu eigna. Þessi bætta, en þó ófullnægjandi, niðurstaða byggir fyrst og fremst á því að halda framkvæmdum í lágmarki á næsta ári, en þær verða aðeins um 140 milljónir hjá bæjarsjóði á móti rúmum 190 milljónum í ár, sem hlýtur að benda til þess að menn hafi farið of geyst í ár.
Ófullnægjandi vinnubrögð við fjárhagsætlunargerðina
Undirritaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihlutans við áætlunargerðina. Það er ótrúlegt til þess að vita að meirihlutinn skyldi hafa lagt fram rekstraráætlun til fyrri umræðu án þess að hafa látið vinna áætlaðan efnahagsreikninga fyrir árin 2003 og 2004 til þess að átta sig á hvaða áhrif fjárhagsáætlunin hefði á stöðu bæjarsjóðs. Ég tel að menn verði að bæta þessi vinnubrögð því þau eru alls ekki í lagi.
Lykiltölur
Við skoðun lykiltalna úr áætluninni sést m.a. að gert er ráð fyrir að skuldir lækki um kr.7.000 pr. íbúa en eignir um kr.23.000 pr. íbúa. Það þýðir að raunveruleg eign pr. íbúa Reykjanesbæjar mun minnka um kr.16.000. Þetta má m.a. rekja til þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samþykktu að selja stóran hluta af fasteignum sveitarfélagsins fyrr á þessu ári en peningarnir, sem fyrir þær fengust, hafa ekki verið notaðir nema að hluta til niðurgreiðslu lána. Það er alls ekki í lagi.
Húsaleiga hækkar rekstur um 305 milljónir og dregur úr sveigjanleika
Reykjanesbær hefur nú skuldbundið sig til þess að leigja fasteignir fyrir allt að 305 milljónir á ári til viðbótar við það sem fyrir var. Þessi nýja leiga dregur úr sveigjanleika í rekstri sveitarfélagsins og mun mjög fljótt verða afar íþyngjandi fyrir sveitarfélagið.
Of háir skattar hamla samkeppnisstöðu Reykjanesbæjar
Fjölga þarf íbúum í Reykjanesbæ og renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.Til þess þarf að gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki því ein mikilvægasta forsenda fjölgunar íbúa er næg atvinna. Endurskoða þarf ýmsa liði í álagningu opinberra gjalda og skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði eru óvíða hærri en í Reykjanesbæ og lóðaleiga með því hæsta sem þekkist. Það hlýtur að veikja samkeppnisstöðu sveitarfélagsins. Ljóst er að meirihlutinn hefur ákveðið að fella tillögu undirritaðs um lækkun lóðaleigu. Það finnst mér miður.
Lokaorð
Ef ekki á að fara illa fyrir Reykjanesbæ þurfa bæjarfulltrúar að vera samstíga í að bæta stjórnun bæjarins. Það er ljóst að menn verða að grípa til harðra aðgerða sem ná þarf samstöðu um á meðal allra bæjarfulltrúa. Undirritaður er tilbúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
Bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2004, lögð fram á bæjarstjórnarfundi þ. 16. des. 2004.
Bæjarsjóður rekinn með 75 milljón króna halla
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004 ber þess merki að meirihluti sjálfstæðismanna hefur ekki náð tökum á fjármálum bæjarins. Gert er ráð fyrir tapi bæjarsjóðs uppá rúmar 75 milljónir fyrir fjármagnsliði og miðað við fyrri reynslu má reikna með að útgjöld verði meiri en áætlunin gerir ráð fyrir og tapið enn meira. Undirritaður telur auk þess vinnubrögð meirihlutans við áætlunargerðina ábótavant. Þetta er alls ekki í lagi.
Farið of geyst í ár og rekstur fjármagnaður með sölu eigna
Niðurstaða rekstrar samstæðunnar, fyrir fjármagnsliði, sýnir að gert er ráð fyrir tapi uppá 127 milljónir. Það er jákvæð þróun miðað við þann 650 milljón króna halla, sem allt stefnir í að verði staðreynd á þessu ári, en hann verður fjármagnaður með sölu eigna. Þessi bætta, en þó ófullnægjandi, niðurstaða byggir fyrst og fremst á því að halda framkvæmdum í lágmarki á næsta ári, en þær verða aðeins um 140 milljónir hjá bæjarsjóði á móti rúmum 190 milljónum í ár, sem hlýtur að benda til þess að menn hafi farið of geyst í ár.
Ófullnægjandi vinnubrögð við fjárhagsætlunargerðina
Undirritaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihlutans við áætlunargerðina. Það er ótrúlegt til þess að vita að meirihlutinn skyldi hafa lagt fram rekstraráætlun til fyrri umræðu án þess að hafa látið vinna áætlaðan efnahagsreikninga fyrir árin 2003 og 2004 til þess að átta sig á hvaða áhrif fjárhagsáætlunin hefði á stöðu bæjarsjóðs. Ég tel að menn verði að bæta þessi vinnubrögð því þau eru alls ekki í lagi.
Lykiltölur
Við skoðun lykiltalna úr áætluninni sést m.a. að gert er ráð fyrir að skuldir lækki um kr.7.000 pr. íbúa en eignir um kr.23.000 pr. íbúa. Það þýðir að raunveruleg eign pr. íbúa Reykjanesbæjar mun minnka um kr.16.000. Þetta má m.a. rekja til þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samþykktu að selja stóran hluta af fasteignum sveitarfélagsins fyrr á þessu ári en peningarnir, sem fyrir þær fengust, hafa ekki verið notaðir nema að hluta til niðurgreiðslu lána. Það er alls ekki í lagi.
Húsaleiga hækkar rekstur um 305 milljónir og dregur úr sveigjanleika
Reykjanesbær hefur nú skuldbundið sig til þess að leigja fasteignir fyrir allt að 305 milljónir á ári til viðbótar við það sem fyrir var. Þessi nýja leiga dregur úr sveigjanleika í rekstri sveitarfélagsins og mun mjög fljótt verða afar íþyngjandi fyrir sveitarfélagið.
Of háir skattar hamla samkeppnisstöðu Reykjanesbæjar
Fjölga þarf íbúum í Reykjanesbæ og renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.Til þess þarf að gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki því ein mikilvægasta forsenda fjölgunar íbúa er næg atvinna. Endurskoða þarf ýmsa liði í álagningu opinberra gjalda og skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði eru óvíða hærri en í Reykjanesbæ og lóðaleiga með því hæsta sem þekkist. Það hlýtur að veikja samkeppnisstöðu sveitarfélagsins. Ljóst er að meirihlutinn hefur ákveðið að fella tillögu undirritaðs um lækkun lóðaleigu. Það finnst mér miður.
Lokaorð
Ef ekki á að fara illa fyrir Reykjanesbæ þurfa bæjarfulltrúar að vera samstíga í að bæta stjórnun bæjarins. Það er ljóst að menn verða að grípa til harðra aðgerða sem ná þarf samstöðu um á meðal allra bæjarfulltrúa. Undirritaður er tilbúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins