Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárfestar flykkjast að kálveri
Fimmtudagur 15. desember 2016 kl. 10:18

Fjárfestar flykkjast að kálveri

- Stefán Karl segist vilja losa Suðurnesin úr „állögum“

Fjöldi fjárfesta eru áhugasamir um þátttöku í stofnun kálvers með Stefáni Karli Stefánssyni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Áður hafði verið greint frá því á vef Víkurfrétta að Stefán Karl væri að undirbúa stórtæka ræktun á grænmeti, meðal annars til útflutnings og hafði hann velt þeirri hugmynd upp að hún gæti verið í húsnæði Norðuráls í Helguvík sem hýsa átti álver. Undanfarin misseri hefur Stefán ræktað grænmetissprettur í snjallbýlum og meðal annars selt til veitingastaða. Hann nýtur ráðgjafar frá KPMG við undirbúning að stofnun kálversins. Stefán Karl segir í viðtalinu við Stundina að hægt sé að breyta Íslandi og losa Suðurnesin úr „állögum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fréttin hefur verið uppfærð.