Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjaran löðrandi í olíu á Garðskaga: Þetta getur ekki átt að vera svona?
Miðvikudagur 22. júní 2011 kl. 19:38

Fjaran löðrandi í olíu á Garðskaga: Þetta getur ekki átt að vera svona?

Umhverfisstofnun vill ekkert gera til að hreinsa fjöruna á Garðskaga sem er löðrandi í olíu eftir að olíuflekk rak þar á land í gær. Blaðamaður Víkurfrétta skoðaði aðstæður í fjörunni við gamla vitann á Garðskaga nú á sjöunda tímanum og komst að því að þar er ástandið ekki viðunandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Olíumengunin er á nokkuð afmörkuðu svæði í fjörunni en er hins vegar alvarleg og nokkuð ljóst að ef náttúran á sjálf að hreinsa upp olíuna, þá mun það taka langan tíma.


Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá er grjótið í fjörunni löðrandi í þykkri tjörukenndri olíu. Framundan er sólseturshátíð á Garðskaga sem hefst á morgun og ef börnin leika sér eins í ár og undanfarið, þá verður fjaran full af börnum að leika sér í grjótinu og sandinum. Það er hins vegar á hreinu að foreldrarnir vilja örugglega ekki að börnin fái olíudrulluna í fatnað eða alla leið upp í tjöld og hjólhýsi.


Umhverfissamtökin Blái herinn hafa sent umhverfisráðherra áskorun um að taka strax á málunum og finnst viðbrögð Umhverfisstofnunar vera óásættanleg.


Þegar myndir Víkurfrétta frá vettvangi eru skoðaðar þá ætti það að vera deginum ljósara að þetta getur ekki átt að vera svona.




Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson