Fjallað verði um öll eineltismál í Garði
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að beina því til skólanefndar sveitarfélagsins að nefndin fjalli um öll eineltismál er upp koma í skólum í sveitarfélaginu og fylgi eftir að unnið sé á faglegan hátt að úrlausn mála.
Jafnframt er lagt til að skólanefnd fá upplýsingar um framgang mála og taki saman hver þróun þeirra er.