Fjallað um frumkvöðlastyrki og tækifæri til atvinnusköpunar
Boðað er til fundar í Virkjun á morgun undir heitingu Tækifæri til atvinnusköpunar á Suðurnesjum. Þar verða kynntir styrkjamöguleikar og umsóknarferli en á fundinn mæta fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,Impru, HBT og Tesprotanum
Frummælendur eru Tinna Jóhannsdóttir upplýsingafulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en hún fjallar styrki og stuðning sem býðst frumkvöðlum með viðskiptahugmyndir.
Ingvar Hjálmarsson framkvæmdstjóri HBT verður með fyrirlestur um HBT og hvernig þeir hafa nýtt sér styrkjakerfi Impru og Rannís.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir frumvöðull og eigandi Tesprotans kynnir hvernig hún sótti um og fékk úthlutað styrk til atvinnumála kvenna til vöruþróunar og fleirri styrki.
Allir er velkomnir á fundinn en hann verður sem fyrr segir í Virkjun í fyrramálið, 15. apríl kl. 11:00.