Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fitjar - útivistarsvæði Reykjanesbæjar
Mánudagur 11. nóvember 2002 kl. 16:27

Fitjar - útivistarsvæði Reykjanesbæjar

Í nýsamþykktri meginstefnu og verkefnaskrá Reykjanesbæjar er að finna áætlun um að gera Fitjar að framtíðar útivistarsvæði Reykjanesbæjar. Í greinargerð með áætluninni segir: „Það er stefna Reykjanesbæjar að gera Fitjar að útivistarsvæði þar sem fuglalífið fær að njóta sín og samspil náttúru, dýralífs og fallegs umhverfis mun virka sem aðdráttarafl við innkomu í bæinn.“Samkvæmt áætluninni er miðað við að verkið sé framkvæmt í tveimur áföngum. Gert er ráð fyrir því að fyrri áfanginn komi til framkvæmda í maí á næsta ári og síðari áfangi í maí árið 2004.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024