Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fiskvinnslufólk í Grindavík sækir námskeið
Mynd af heimasíðu Víðis.
Þriðjudagur 8. janúar 2013 kl. 09:38

Fiskvinnslufólk í Grindavík sækir námskeið

Um 180 starfsmenn Vísis, Þorbjarnar og Haustaks í Grindavík hafa nú í byrjun árs setið viðbótarnámskeið fyrir fiskvinnslufólk, sem skipulagt var af Samtökum Fiskvinnslustöðva. Einnig eru haldin grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum skipulagði. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.


Kennt er á fjórum stöðum í Grindavík; í Fisktækniskólanum, í sal björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, í fundarsal Vísis við Hafnargötu og í kaffistofu Vísis Miðgarði. Námskeiðið er kennt á fjórum tungumálum en auk íslensku og ensku er túlkað á pólsku og tælensku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er annað árið í röð þar sem Vísir hefur nýtt sér hráefnisleysi í upphafi árs til námskeiðishalds fyrir starfsfólk sitt. Er fólk sammála um að þetta sé skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni vinnu. Námskeiðunum lýkur í vikunni en meðfylgjandi myndir voru teknar í kennslustofum Vísis í dag.