Fiskverð hækkar á morgun
Fram kom á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í gær að viðmiðunarverð á þorski myndi hækka um 6%, á ýsu hækkar það um 10% og karfa 7%.
Í tilkynningu frá Verðlagsstofu skiptaverðs segir að breytingin verði gerð með tilvísun í 1. gr. 1. nr. 13/1998 og tekur gildi 15. desember næstkomandi.
Þess má geta að það er víðar en á Íslandi sem fiskverðið er að hækka um þessar mundir og í Noregi hafa tekist samningar um nýtt lágmarksverð á helstu fisktegundum á milli seljenda og kaupenda. Fram kemur á vefsíðu Fiskeribladet að þorskverð sé nú í sögulegi hámarki því lágmarksverð fyrir þorsk yfir 2,5 kg hafi verið ákveðið 21,50 NOK/kg en miðað við núverandi gengi samsvarar það 242,50 ísl. kr/kg.
www.skip.is