Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fiskurinn leitar á önnur mið
Frá löndun úr Gísla Súrssyni GK í Sandgerðishöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 13. maí 2022 kl. 06:16

Fiskurinn leitar á önnur mið

Í Sandgerðishöfn var í byrjun vikunnar verið var að landa um átta tonnum, mest þorski, úr Gísla Súrsyni GK. Hann stundar línuveiðar og karlarnir um borð sögðu tíðindamanni Víkurfrétta að nú væri að róast yfir veiðum á þessum slóðum. Fiskurinn væri að fara annað, leita á önnur mið, eins og hann gerir alltaf á þessum árstíma og því vertíðarlok viðeigandi á þessum tíma.

Lokadagur vertíðar var að venju 11. maí. Frá fornu fari lýkur vetrarvertíð á Suðurlandi á þessum degi. Vertíðin hefst 1. janúar og á lokadegi er vetrarhlutur sjómanna gerður upp og menn gerðu sér jafnframt góðan dag. Skipseigandi eða svokallaður formaður, sem var skipstjórinn, hélt matar- eða kaffiveislu og jafnframt var stundum vel veitt af brennivíni, svo vitnað sé í heimildir um lokadaginn. Þegar talað er um vetrarvertíð er fyrst og fremst talað um svokallaða vertíðarbáta, báta sem stunduðu veiðar í net, sóttu hart og réru í nánast öllum veðrum, svo fremi sem bátarnir kæmust úr höfn. Skipstjórar kepptust um að verða aflakóngar vertíðarinnar og oft munaði aðeins örfáum kílóum á milli báta, svo hörð var samkeppnin. Í dag er öldin önnur og ræðst af kvótaeign.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024