Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fisktækniskólinn útskrifaði tíu skipstjórnarnema
Mánudagur 27. apríl 2015 kl. 14:38

Fisktækniskólinn útskrifaði tíu skipstjórnarnema

Yngsti framhaldsskóli landsins, Fisktækniskóli Íslands, útskrifaði á dögunum tíu nemendur úr 12 mánaða skipstjórnanámi. Þeir komu víðs vegar að, frá Sandgerði, Garðinum, Reykjanesbæ, Grindavík, Hafnarfirði og Akranesi. Skólinn, sem aðeins er fjögurra ára gamall, hefur verið í mikilli sókn undanfarið og er það fagnaðarefni fyrir Grindvíkinga að rekstrargrundvöllur hans virðist nú loksins hafa verið tryggður í meira en eitt ár. Frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024