Fisktækniskólinn kynnir starfs- og námsleiðir fyrir ungt fólk á atvinnuleysisskrá
Nýr fisktækniskóli, sem verið að koma á laggirnar í Grindavík, kynnir á morgun þær námsleiðir sem í boði eru fyrir atvinnulaust, ungt fólk á aldrinum 16-24 ára.
Um er að ræða nokkrar námsleiðir m.a. veiðar, vinnsla og fiskeldi. Námstíminn er um 18 vikur og byggir að mestu á vinnustaðanámi. Nemendur halda launum á námstíma en fá námið einnig metið til eininga á framhaldsskólastigi.
Kynningin verður í Saltfisksetrinu í Grindavík á morgun, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Forráðamenn fólks undir 18 ára eru hvattir til að mæta. Aðrir þeir sem vilja kynna sér starfsemina eru einnig velkomnir.
Þess má geta að Fisktækniskólinn hefur fengið aðstöðu að Víkurbraut 56, í efri hæð Landsbankans.
---
VFmynd/elg - Frá kynningu Vinnumálastofnunar á dögunum í Virkjun á átakinu Ungt fólk til athafna.