Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fiskimjölsbræðslan flutt
Föstudagur 22. ágúst 2003 kl. 12:11

Fiskimjölsbræðslan flutt

Í dag verða þurrkarar, eimingatæki og annar tilheyrandi búnaður Fiskimjölsverksmiðjunnar í Sandgerði flutt um borð í fluningaskip í Sandgerði, en búnaðurinn hefur verið seldur fyrirtækisins Skeggeyjar á Höfn í Hornafirði. Unnið var að því í morgun að hýfa þurrkarana á vörubílskerru, en til verksins voru notaðir tveir stórir kranar. Hver þurrkari vegur um 45 tonn. Hermann Ólafsson verksmiðjustjóri hjá Barðsnesi segir að það sé þungt í starfsmönnum hljóðið þegar þeir sjá þurrkarana fara. „Ég hef unnið hér í fimm ár og sá meðal annars um að koma þessari verksmiðju upp. Auðvitað er það erfitt að horfa á eftir þessari verksmiðju úr bænum,“ sagði Hermann í samtali við Víkurfréttir. Ekki hafa tæki úr mjölhúsi enn verið seld, en Hermann telur að um tveggja mánaða vinna sé eftir við niðurrif verksmiðjunnar.VF-ljósmynd: Þurrkararnir vega hver um sig 45 tonn, en fjórir slíkir voru í verksmiðjunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024