Fisflugvél nauðlenti á Grindavíkurvegi
- Engan sakaði og fisvélin óskemmd
Fisflugvél nauðlenti á Grindavíkurvegi í dag nærri afleggjaranum við Bláa Lónið. Vélin lenti á veginum en flugmaðurinn missti stjórn á vélinni við lendingu og hafnaði út í vegarkanti. Engan sakaði og vélin óskemmd.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá varð vélarbilun til þess að flugmaðurinn varð að nauðlenda. Mildi þykir að umferð var ekki á veginum þegar vélin nauðlenti. Flugmaðurinn var fljótur að laga vélina, kom henni aftur út á veg og hóf sig aftur á loft.
Meðfylgjandi myndir tók Bergvin Ólafarson en hann átti leið um Grindavíkurveg um svipað leyti og fisvélin var út í vegarkanti. Svo sannarlega óvenjuleg sjón á Grindavíkurvegi.