Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fisflugmenn Sléttunnar gátu loks tekið á loft - Fundu fokinn bústað
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 11:59

Fisflugmenn Sléttunnar gátu loks tekið á loft - Fundu fokinn bústað

Þessa dagana hefur ekki verið langt á milli lægða sem er ekki gott fyrir áhugamenn um fisflug. Á laugardaginn gafst hinsvegar tækifæri á fisflugi fyrir Fisfélagið Sléttuna sem eru staddir á Njarðvíkurheiði. Flugmenn tóku meðfylgjandi myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allar framkvæmdir á svæði Sléttunnar hafa verið unnar í sjálfboðavinnu, bæði flugvöllur og flugskýlin ásamt allri viðhaldsvinnu. Félagar eru nú um 20 talsins og á félagið um 12 fisflugvélar. Félagsmenn bíða nú óþreyjufullir eftir sumrinu og góða flugveðrinu svo þeir geti sinnt áhugamálinu.

Þegar flogið var yfir Snorrastaðatjarnir blasti við flugmönnum Sléttunnar bústaður sem hefur að öllum líkindum fokið um koll í einhverju óveðri í vetur. Þetta er Skátaskálinn Heiðaból en hann fauk í vetur. Að sögn Helga Biering, skáta, vissu þeir af þessu og er þetta tjón búið að veltast um tíma hjá tryggingafélagi Heiðabúa. „Þessi sami skáli hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum undanfarin ár en þeir hafa brotið allar rúður svo dæmi sé nefnt. Þetta hefur verið einbeittur brotavilji því ekki er akfært að skálanum,“ sagði Helgi.

[email protected]

Bústaðurinn sem blasti við flugmönnum Sléttunnar þegar flogið var yfir Snorrastaðatjarnir.

Fisflugvélin er ekki nema 300kg og tekur hana aðeins 5 til 10 sekúndur að taka á loft.