RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Finnur fríði í Keflavíkurhöfn
Föstudagur 24. febrúar 2012 kl. 13:22

Finnur fríði í Keflavíkurhöfn

Góður gangur er í loðnuveiðum og í dag hafa 376 þúsund tonn af loðnu komið á land það sem af er vertíðinni. Heildarkvótinn er 590 þúsund tonn þannig að liðlega 200 þúsund tonn eru eftir af kvótanum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Bræla er á loðnumiðunum í dag og það kann að vera skýring á því að nú liggur risastórt færeyskt loðnuskip í Keflavíkurhöfn. Skipið heitir Finnur Fríði og er frá Götu í Færeyjum.

Annað merki um mikla loðnuveiði er „peningalyktin“ sem á upptök sín í Helguvík og liggur yfir Reykjanesbæ í ákveðnum vindáttum. Fáir kvarta undan lyktinni, enda angan frá fiskimjölsverksmiðju merki um að þar sé verið að búa til verðmæti.

Myndirnar eru af Finni fríða í Keflavíkurhöfn nú í hádeginu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025