Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Finnur fríði í Keflavíkurhöfn
Föstudagur 24. febrúar 2012 kl. 13:22

Finnur fríði í Keflavíkurhöfn

Góður gangur er í loðnuveiðum og í dag hafa 376 þúsund tonn af loðnu komið á land það sem af er vertíðinni. Heildarkvótinn er 590 þúsund tonn þannig að liðlega 200 þúsund tonn eru eftir af kvótanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bræla er á loðnumiðunum í dag og það kann að vera skýring á því að nú liggur risastórt færeyskt loðnuskip í Keflavíkurhöfn. Skipið heitir Finnur Fríði og er frá Götu í Færeyjum.

Annað merki um mikla loðnuveiði er „peningalyktin“ sem á upptök sín í Helguvík og liggur yfir Reykjanesbæ í ákveðnum vindáttum. Fáir kvarta undan lyktinni, enda angan frá fiskimjölsverksmiðju merki um að þar sé verið að búa til verðmæti.

Myndirnar eru af Finni fríða í Keflavíkurhöfn nú í hádeginu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson