Finna þarf vetnismálum traustan stað í stjórnsýslunni
Hjálmar Árnason segir brýnt að finna vetnisverkefninu traustan stað í stjórnsýslunni. Hann sér fyrir sér að með tímanum verði hagnaður af vetnissölu til útlanda frekar en eldsneytisskattar notaður til að fjármagna vegagerð.
"Þetta hefur undið svo upp á sig að segja má að barnið sé löngu vaxið upp úr barnaflíkinni," segir Hjálmar Árnason þingmaður í Fréttablaðinu í dag um hraða uppbyggingu í vetnisiðnaði og rannsóknum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tiltók þær í nýársávarpi sínu sem eitt helsta sóknarfæri Íslendinga og sagði mikilvægt að nýta tækifærin sem forysta íslenskra vísindamanna í vetnismálum færir íslensku þjóðinni.
Hjálmar segir að nú sé mikilvægt að finna vetnismálum traustan stað í stjórnsýslunni enda sé svo komið að starfsfólk Nýorku og þeir sem komi að vetnisverkefninu séu yfirhlaðnir af verkefnum vegna þess hvernig það hefur undið upp á sig og þess mikla áhuga sem erlendir aðilar hafa sýnt störfum Íslendinga. Hjálmar hefur trú á að af því verði.
"Það hefur komið fram að, við fjárlagagerðina síðast, að iðnaðarráðuneytið ætlar að auka áhersluna á vetnisverkefnið með því að fela einhverri af undirstofnunum sínum að taka að sér stjórnsýsluverkefni fyrir vetnisvæðinguna." Sjálfur hefur Hjálmar verið í nefnd, sem að koma fulltrúar fimm ráðuneyta sem hafa með vetnisverkefnið að gera. Hlutverk hennar er að skoða hverju þarf að breyta í lögum til að koma til móts við vetnisvæðingu þjóðfélagsins. Hjálmar tiltekur tvennt sem honum þykir mikilvægt.
"Þegar að því kemur að bílafloti landsmanna fer yfir á vetni þarf að skoða hvernig eigi að fjármagna vegafé, sem nú er fjármagnað með sköttum á bensín." Hjálmar sér fyrir sér að hluti hagnaðar af vetnissölu til útlanda verði notaður til að fjármagna vegagerð, enda verði Ísland orkuútflutningsland en ekki innflytjandi eins og nú er. Hann segir að jafnframt verði að framlengja ákvæði í lögum um að vistvænir bílar séu undanþegnir innflutningstollum.
"Þetta hefur undið svo upp á sig að segja má að barnið sé löngu vaxið upp úr barnaflíkinni," segir Hjálmar Árnason þingmaður í Fréttablaðinu í dag um hraða uppbyggingu í vetnisiðnaði og rannsóknum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tiltók þær í nýársávarpi sínu sem eitt helsta sóknarfæri Íslendinga og sagði mikilvægt að nýta tækifærin sem forysta íslenskra vísindamanna í vetnismálum færir íslensku þjóðinni.
Hjálmar segir að nú sé mikilvægt að finna vetnismálum traustan stað í stjórnsýslunni enda sé svo komið að starfsfólk Nýorku og þeir sem komi að vetnisverkefninu séu yfirhlaðnir af verkefnum vegna þess hvernig það hefur undið upp á sig og þess mikla áhuga sem erlendir aðilar hafa sýnt störfum Íslendinga. Hjálmar hefur trú á að af því verði.
"Það hefur komið fram að, við fjárlagagerðina síðast, að iðnaðarráðuneytið ætlar að auka áhersluna á vetnisverkefnið með því að fela einhverri af undirstofnunum sínum að taka að sér stjórnsýsluverkefni fyrir vetnisvæðinguna." Sjálfur hefur Hjálmar verið í nefnd, sem að koma fulltrúar fimm ráðuneyta sem hafa með vetnisverkefnið að gera. Hlutverk hennar er að skoða hverju þarf að breyta í lögum til að koma til móts við vetnisvæðingu þjóðfélagsins. Hjálmar tiltekur tvennt sem honum þykir mikilvægt.
"Þegar að því kemur að bílafloti landsmanna fer yfir á vetni þarf að skoða hvernig eigi að fjármagna vegafé, sem nú er fjármagnað með sköttum á bensín." Hjálmar sér fyrir sér að hluti hagnaðar af vetnissölu til útlanda verði notaður til að fjármagna vegagerð, enda verði Ísland orkuútflutningsland en ekki innflytjandi eins og nú er. Hann segir að jafnframt verði að framlengja ákvæði í lögum um að vistvænir bílar séu undanþegnir innflutningstollum.