Fingralangir myndavélaþjófar sáust í myndavélakerfi flugsatöðvarinnar
Lögreglu barst á dögunum tilkynning um að myndavél hefði verið stolið frá farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í myndavélakerfi sást að konan hafði misst litla tösku með myndavélinni án þess að taka eftir því.
Skömmu síðar bar að tvo menn sem sáu töskuna, skoðuðu það sem í henni var og hirtu myndavélina.
Lögregla hafði upp á hinum fingralöngu sem skömmuðust sín og skiluðu vélinni. Konan brást glöð við þegar hún fékk eign sína aftur í hendur.