Mánudagur 15. september 2014 kl. 10:35
Fingralangir í flugstöðinni
Fingralangir voru nýverið á ferð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úr gleraugnaverslun var stolið Ray Ban sólgleraugum að verðmæti 21.900 krónur. Úr annarri verslun var tösku stolið úr hillurekka. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málin.