Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fingralangir á ferð
Föstudagur 15. júní 2012 kl. 13:10

Fingralangir á ferð


 
Íbúi í Reykjanesbæ  tilkynnti til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að þremur dælum, kompási og geymi hefði verið stolið úr báti sem hann var að gera upp.

Þá tilkynnti karlmaður á þrítugsaldri að stolið hefði verið af heimili sínu United Media spilara með 640 gb disk.

Loks tilkynnti kona stuld á reiðhjóli sonar síns. Um var að ræða fjallahjól af gerðinni Trekk og stóð það læst við Grunnskóla Grindavíkur þegar því var stolið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024