Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fínasta veður um helgina
Föstudagur 26. ágúst 2011 kl. 09:26

Fínasta veður um helgina

Veðurhorfur við Faxaflóa um helgina

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum en þurrt að kalla. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur næsta sólarhring og næstu daga

Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað en úrkomulítið, en víða bjart veður S- og V-lands. Lægir smám saman og birtir til fyrir norðan og austan í dag. Hæg vestlæg átt á morgun, skýjað V-lands, en bjart A-til. Hiti 6 til 15 stig að deginum, hlýjast SV- og S-lands.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-13, hvassast NV-lands. Skýjað og dálítil rigning eða súld um V-vert landið, en bjart að mestu A-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SA-lands

Á mánudag og þriðjudag:
Suðlæg átt með dálítilli vætu SV- og V-lands, en annars þurrt og víða bjart. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast A-lands.

VF-Mynd frá Garðskaga: Nú fer hver að verða síðastur að skella sér í sjósund þó margir syndi í sjónum allan ársins hring.