Fimmtíu og þrír tónlistarnemar í Garði
Fimmtíu og þrír nemendur hófu nám við Tónlistarskólann í Garði á þessu hausti, auk kórs sem nýlega hefur tekið til starfa. Kennaraliðið telur ellefu manns, auk skólastjóra en stöðugildin eru 3,35.
Námsgreinarnar sem kenndar eru í skólanum eru: söngur, píanó, þverflauta, blokkflauta, saxafónn, trompet, selló, fiðla, harmonikka, klassískur gítar, trommur, rafbassi, rafgítar, kór, samspil og tónfræðigreinar.
Afmæli tónlistarskólans verður þann 15. september en verður haldið uppá afmælið í nóvember, þegar nýji salurinn í Gerðaskóla verður komin í notkun.