Fimmtíu lög bárust í Ljósalagskeppnina
Fimmtíu lög bárust í Ljósalagskeppnina þar sem Ljósalagið 2004 verður valið. Ljósalagsnefndin mun velja 10 lög sem munu keppa til úrslita í lok ágústmánaðar þar sem eitt þeirra verður valið Ljósalagið 2004. Búist er við að tilkynnt verði um þau 10 lög sem komast í úrslit í kvöld. Töluvert fleiri lög bárust í keppnina í fyrra eða alls 70 talsins.
Lagið Ljóssins Englar eftir Magnús Kjartansson tónlistarmann var valið Ljósalagið 2003. Rut Reginalds flutti lagið, en í fyrra fagnaði Rut 30 ára söngafmæli en hún kom fyrst opinberlega fram í Skrúðgarðinum með Magnúsi Kjartanssyni árið 1973. Texta við lagið gerði Kristján Hreinsson.
Myndin: Rut Reginalds flytur lagið Ljóssins Englar sem valið var Ljósalagið 2004. VF-ljósmynd/Páll Ketilsson.