Fimmtán umsóknir um starf fjármálastjóra Reykjanesbæjar
Fimmtán einstaklingar sóttu um starf fjármálastjóra Reykjanesbæjar en umsóknarfrestur um starfið rann út nýverið. Reykjanesbær óskaði eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn fjármálastjóra til að starfa í öflugu teymi starfsmanna á fjármálaskrifstofu bæjarins.
Markmið starfsins er að stýra fjármálaskrifstofu Reykjanesbæjar, styðja bæjarráð við framlagningu, samþykkt og framkvæmd fjárhagsáætlunar, gerð og kynning viðauka við fjárhagsáætlun og leiða umbætur og styrkingu á umgjörð fjármála Reykjanesbæjar. Þá undirbýr fjármálastjóri greiningar og gagnaöflun vegna undirbúnings þeirrar stefnumótunar sem unnin er undir forystu bæjarráðs á sviði fjármála.
Umsækjendur um starf fjármálastjóra bæjarins eru:
Bjarnólfur Lárusson
Brynja Blanda Brynleifsdóttir
Einar Símonarson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Harpa Björg Sævarsdóttir
Hlynur Sigursveinsson
Húni Húnfjörð
Karítas Häsler
Magnús Björgvin Jóhannesson
Regína Fanný Guðmundsdóttir
Sigríður Örlygsdóttir
Unnur Míla Þorgeirsdóttir
Þorgeir Hafsteinn Jónsson
Þorgeir Sæmundsson
Þórólfur Sigurðsson