Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtán ára í skilríkjasvindli
Mánudagur 8. október 2012 kl. 15:40

Fimmtán ára í skilríkjasvindli

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Pilturinn sem um ræðir reyndist vera fimmtán ára. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti.

Pilturinn, sem var ölvaður, var færður á lögreglustöð og látinn bíða þar uns hann var sóttur. Lögregla tjáði honum að ef hann reyndi aftur að nota skilríki annars manns til að reyna að villa á sér heimildir yrði hann kærður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024