Fimmtán ára féll af hestbaki
– á vegaslóða á Miðnesheiði.
Fimmtán ára stúlka féll af hestbaki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Hún kenndi sér meins eftir byltuna.
Stúlkan var í útreiðatúr með kunningja sínum og átti óhappið sér stað á vegaslóða á Miðnesheiði. Þar hnaut hesturinn sem stúlkan reið með þeim afleiðingum að hún féll fram af honum og lenti á vinstri öxlinni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.