Fimmtán alda ný tíðindi dregin upp í Víkingaheimum
Smithsonian, stærsta safnastofnun í heimi, er um þessar mundir að ljúka uppsetningu á sýningunni sem nú opnar í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Margir af mununum eru ómetanlegar fornminjar. Ein slík barst frá Svíþjóð í vikunni en það er steinn sem grafinn var upp á Gotlandseyju í Svíþjó. Steininn vegur 150 kíló og á myndinni má sjá Gunnar Marel Eggertsson leggja lokahönd á við að koma honum fyrir í sérstökum öryggis kassa.
Á steininum er mynd sem líklega hefur verið grafin í hann fyrir um það bil 10 til 15 öldum af sérstökum sið íbúa á Gotlandseyjum. Á eyjunni hafa verið grafnir upp um það bil 700 sambærilegir steinar og telja fræðimenn að steinarnir hafi verið útbúnir til að heiðra þá látnu. Skipið neðst á steininum, sem sést á myndinni, táknar ferðina inn í eftirlífið en stríðsmennirnir efst á steininum tákna bardagamenn við dyr Valhallar en í kringum þá sveima hrafnar Óðins
Víkingaheimar og Smithsonian sýningin eru opin alla daga milli 11:00 og 18:00 en um helgina verður einnig sett upp mikilfenglegt vopnabúr frá víkingaöldinni.