Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmta mest lesa umfjöllun ársins á VF: Frændi bjargaði lífi mínu
Birna með frændum sínum, Jóni Inga og Guðmundi Páli, syni hans. VF-mynd/dagnyhulda
Laugardagur 31. desember 2016 kl. 06:30

Fimmta mest lesa umfjöllun ársins á VF: Frændi bjargaði lífi mínu

Viðtal við Birnu Ósk Valtýsdóttur og það hvernig henni tókst að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir nokkur ár í neyslu var fimmta mest lesa umfjöllunin á vef Víkurfrétta á árinu sem er að líða.

Birna er úr Grafarvogi en flutti til frænda síns og fjölskyldu hans við Greniteig í Reykjanesbæ eftir að hafa lokið meðferð. „Þau eru fjögur á heimilinu og hundur og köttur. Ég fékk að gista í herbergi með dóttur þeirra og meir að segja að taka Doberman hundinn minn með. Þau voru svo góð við mig. Ég tímdi engan veginn að klúðra því að fá að búa hjá þeim. Mér leið svo vel hjá þeim og hélt áfram að gera eitthvað í mínum málum. Það var eitthvað svo notalegt að vera hjá þeim og eiginlega of gott til að vera satt að þau skyldu leyfa mér það. Ég var búin að vera í svo miklu rugli og hélt að allir væru fífl og fávitar en lærði að það er ekki þannig,“ var meðal þess sem Birna sagði í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024