Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmhundruð í vel heppnaðri Skötumessu í Garði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. júlí 2023 kl. 23:42

Fimmhundruð í vel heppnaðri Skötumessu í Garði

Skötumessa að sumri var haldin í 18.  skipti í Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Aldrei hafa fleiri mætt  í skötuilminn eða 500 manns en gestir sporðrenndu 180 kílóum af skötu, 50 kg. af saltfiski 35 kg. af plokkfiski, sextíu kg. af rófum og kartöflum og 47 lítrar af hamsatólg runnu ofan á diska gesta og ofan í þá fóru 500 rúgbrauðssneiðar. 

Á síðustu 17 árum hafa safnast um 100 milljónir króna sem hafa runnið til góðra málefna á Suðurnesjum. „Það er gaman að standa í þessu með þéttum og stórum hópi fólks sem hjálpar til í öllu sem þarf að gera. Við látum fé renna til þeirra sem minna mega sín, t.d. fatlaðir og nú fær Samhjálp góðan stuðning frá okkur ásamt fleirum auðvitað. Ég vil þakka styrktaraðilum. Það hafa nokkrir verið með okkur í þessu frá byrjun og það er ómetanlegt fyrir okkur. Þá vil ég þakka öllum öðrum sem hjálpa okkur í þessu og fólkinu sem kemur ár eftir ár,“ sagði Ásmundur Friðriksson, forsvarsmaður Skötumessunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ritstjóri VF var á Skötumessu og spjallaði við Ása eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.