Þriðjudagur 27. febrúar 2001 kl. 10:18
Fimm vilja verða forstöðumenn
Fimm umsóknir bárust Bæjarráði Reykjanesbæjar um stöðu forstöðumanns Umhverfis- og tæknideildar. Umsækjendur eru: M. Sævar Pétursson, Sveinn Númi Vilhjálmsson, Viðar Már Aðalsteinsson, H. Heiðar Ásgeirsson og Sigurður Páll Harðarson. Umsækjendur hafa verið boðaðir til viðtals hjá bæjarráði í dag.