Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm vilja fyrsta sætið hjá VG
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum er ein af fimm sem bjóða sig fram í fyrsta sætið hjá VG.
Miðvikudagur 10. mars 2021 kl. 11:48

Fimm vilja fyrsta sætið hjá VG

Fimm gefa kost á sér í efsta sætið í forvali VG í Suðurkjördæmi.  Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður og Róbert Marshall, leiðsögumaður.

Að auki bjóða Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna sig fram í 2. - 3. sæti, Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í 2. - 5.  sæti og Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 3. - 5. sæti. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjörstjórn heldur þrjá formlega kynningarfundi með frambjóðendum á zoom. Fyrstu tveir fundirnir eru opnir öllum, en sá síðasti er fundur ætlaður félögum í VG sem eru kjósendur í forvalinu.

Forval VG í Suðurkjördæmi hefst klukkan 00.01 á miðnætti 10. apríl og lýkur klukkan 17.00 þann 12. apríl. Úrslit verða kunngjörð sama dag.