Fimm verkefnið frá Reykjanesbæ hlutu tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla
Fimm verkefni í Reykjanesbæ hlutu tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla sem veitt voru í Þjóðmenningarhúsinu á fimmtudaginn.
Uppeldi til árangurs, verkefni Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar hlaut tilnefningu en verkefninu er ætlað að draga úr þunglyndi, kvíða og hegðunarerfiðleikum barna og unglinga, þörf fyrir stofnanavistun og lyfjanotkun.
Myllubakkaskóli hlaut tilnefningu fyrir verkefnið Jólakort til aldraðra en markmið þess er að tengja saman unga og alna í sönnum jólaanda. Jólakort eru hönnuð af nemendum skólans og haldin er samkeppni um myndir í jólakortin. Kortin eru send til eldri borgara í Reykjanesbæ frá 75 ára aldri en það eru nemendur í 4. - 10. bekk sem skrifa kortin og sjá um dreifingu ásamt umsjónarkennara.
Listasafn Reykjanesbæjar hlaut tilnefningu fyrir listahátíð barna sem haldin hefur verið í safninu frá 2007. Í ár tóku allir leikskólar Reykjanesbæjar þátt í hátíðinni þar sem 810 nemendur sýndu verk sín.
Leikskólinn Gimli og Nesvellir voru tilnefnd fyrir verkefnið Gaman saman en markmið þess er að brúa bilið milli kynslóða, að börnin læri af eldri borgurum og njóti samvista við þá, einnig a eldri borgarar kynnist heimi barnanna í nútímasamfélagi.
Karen Valdimarsdóttir og starfsfólk leikskólans Gimli hlaut hlutu jafnframt tilnefningu fyrir Fjölskylduframlag en markmið þess verkefnis er að efla samstarf fjölskyldna, nemenda og leikskólans og auka frekar á skilning milli heimilis og skóla.
Handhafar Foreldraverðlaunanna 2009 eru eftirtaldir:
Grunnskólinn á Blönduósi og Fræðsluskrifstofa A- Húnavatnssýslu fyrir verkefnið Tökum saman höndum. Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild grunnskólans á Blönduósi.
Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun.
Hvatningarverðlaun:
Samstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka. Markmið verkefnis er að brúa bilið á milli kynslóða.
Dugnaðarforkur:
Björg Þorvaldsdóttir deildarstjóri sérkennslu við Nesskóla Neskaupsstað.