Fimm útköll á sólarhring
Útköll Brunavarna Suðurnesja vegna bruna og sjúkraflutninga voru samtals 1728 á síðasta ári eða að meðaltali 5 útköll á sólarhring. Þar af voru útköll slökkviliðsins 226. Staðfestir eldar voru 53 og mesta eignartjón ársins varð vegna brunans í húsnæði Aðalstöðvarinnar þegar eldur kom upp í dekkjaverkstæði og smurþjónustu. Áætlað er að tjónið hafi numið um 30 milljónum króna, samkvæmt því er fram kemur í fundargerð BS.
Samtals voru útköll vegna sjúkraflutninga 1502, þar af voru bráðatilfelli 481 eða rúmlega 30% tilfella. Mikil auking var í útköllum vegna sjúkraflutninga..
Samtals voru útköll vegna sjúkraflutninga 1502, þar af voru bráðatilfelli 481 eða rúmlega 30% tilfella. Mikil auking var í útköllum vegna sjúkraflutninga..