Heklan
Heklan

Fréttir

Fimm umferðaróhöpp á einum degi
Fimmtudagur 30. desember 2004 kl. 09:37

Fimm umferðaróhöpp á einum degi

Fimm minniháttar umferðaróhöpp komu til kasta lögreglunnar í Keflavík í gær.
Í einu tilfellinu var bifreið ekið aftan á kerru á Reykjanesbraut og á Sandgerðisvegi var bifreið ekið á grjót á götunni.

Þá var tilkynnt um rúðubrot í húsi Rauða Krossins við Smiðjuvelli og einnig hafði lögreglan afskipti af unglingum sem voru með skotelda sem þeir höfðu ekki aldur til að kaupa.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25