Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm tíma rafmagnsleysi vegna elds í rafmagnskassa
Fimmtudagur 25. mars 2004 kl. 09:46

Fimm tíma rafmagnsleysi vegna elds í rafmagnskassa

Það tók starfsmenn rafmagnsdeildar Hitaveitu Suðurnesja hf. um fimm klukkustundir að koma rafmagni á að nýju eftir að eldur kom upp í rafmagnskassa við Víkurbraut í Keflavík á níunda tímanum í gærkvöldi. Kassinn er gjörónýtur eftir að hann stóð í ljósum logum og var að sögn sjónarvotta eins og falleg gosterta um áramót.
Rafmagn fór af byggingum umhverfis hafnarsvæðið í Keflavík. Meðal annars hafði rafmagnsleysið áhrif á starfsemi eins og t.d. bensínstöðvar ESSO við Hafnargötu.

 

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024